Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins sagði eftir fund stjórnar SA í hádeginu í dag að vel yrði fylgst með gangi mála í dag og næstu daga.

Aðspurður um tilefni fundarins sagði Þór að stjórn SA hefði verið að „fara yfir stöðu mála,“ eins og hann orðaði það í samtali við Viðskiptablaðið.

„Viðkvæm staða fjármálafyrirtækja smitar auðvitað út frá sér“ sagði Þór og bætti því við SA myndu fylgjast vel með.

Aðspurður um kjarasamninga og hvort forsendur þeirra væru brostnar sagði Þór að svo væri. Hann lagði þó áherslu á að ekki yrði anað að neinu í flýti heldur þyrfti að gefa sér tíma og vanda til verks.