Þór Sigfússon, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna eina verðætustu auðlind landsins vera ungt fólk.

„Ég fullyrði að stærsti mannauður hér er það viðhorf sem fólk hefur myndað sér, sérstaklega unga fólkið,“ sagði Þór í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann segir að í ungu fólki felist hugmyndir og þrá til að ná árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur.

„Það er partur af menningu okkar að vera vakandi yfir velgengni annarra,“ sagði Þór. „Við þurfum að gera landið aðlagandi fyrir ungt fólk.“

Því sé mikilvægt að efla samkeppnisstöðu Íslands og ekki síst gagnvart komandi kynslóðum.

Þór segir að eitt helsta verkefni samtakanna sé um þessar mundir að leggja sitt af mörkum til að koma efnahagslífinu út úr því umróti sem það er statt í núna.

Í samtalið við Viðskiptablaðið sagði Þór að líkt og áður muni samtökin áfram vinna að framtíðarstefnumótun fyrir íslenskan atvinnumarkað enda hafi samtökin ávallt beitt sér fyrir slíkri vinnu.