*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 10. október 2012 17:46

OR skýrsla: Borgarstjórar R-listans ekki boðaðir í viðtal

Úttektarnefnd um starfsemi OR boðaði forstjóra og stjórnarformenn OR í viðtöl sem og borgarfulltrúa sem sátu í stjórn og borgarstjóra eftir 2006.

Gísli Freyr Valdórsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1994 - 2003.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stærstur hluti af skuldum Orkuveitu Reykjavíkur komu til á árunum eftir 2006 vegna ákvarðana sem voru teknar á árunum 2003 – 2006.

Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar sem nánar er fjallað um hér á vef Viðskiptablaðsins.

Það vekur því óneitanlega athygli að borgarstjórar þessa tímabils voru ekki boðaðir í viðtöl úttektarnefndarinnar sem sá um gerð skýrslunnar. Þetta eru þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þórólfur Árnason og Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem öllu voru borgarstjórar á tímabilinu 2002 – 2006.

Borgarstjórarnir sem setið hafa síðan voru allir boðaðir í viðtal að undanskildum Ólafi F. Magnússyni. Þetta eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Jón Gnarr.

Úttektarnefndin leitaði eftir fundum með forstjórum og öllum formönnum stjórnar. Rætt var við borgarfulltrúa sem sátu í stjórn Orkuveitunnar, þar á meðal borgarráðsfulltrúa og borgarstjóra auk annarra einstaklinga sem setið hafa í stjórn fyrirtækisins. Þessu til viðbótar var rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi stjórnendur hjá Orkuveitu Reykjavíkur auk embættismanna hjá Reykjavíkurborg.

Engum var skylt að mæta til viðtals, enda um úttekt að ræða en ekki rannsókn sbr. lög um rannsóknarnefndir. Af þeim 31 einstaklingi sem úttektarnefndin bauð til viðtals mættu 28. Alfreð Þorsteinsson forfallaðist, Hjörleifur B. Kvaran svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar en Ingi Jóhannes Erlingsson afþakkaði boð um að mæta í viðtal.

 

Eftirfarandi aðilar voru boðaðir í viðtal hjá úttektarnefndinni. Fyrir aftan nöfnin eru tengsl þeirra við Orkuveituna:

 • Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR (forfallaðist)
 • Anna Skúladóttir, fjárreiðustjóri Reykjavíkurborgar og yfirmaður fjármálasviðs OR
 • Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
 • Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður OR
 • Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður
 • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR
 • Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi og ritari stjórnar OR frá 2006
 • Friðfinnur K. Daníelsson, framkvæmdastjóri Alvarr, viðskiptamaður
 • Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður og varaborgarfulltrúi
 • Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi, stjórnarformaður og stjórnarmaður í OR
 • Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR
 • Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri OR
 • Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur og borgarfulltrúi
 • Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður
 • Haukur Leósson, stjórnarformaður
 • Helga Jónsdóttir, borgarritari og stjórnarmaður í OR
 • Helgi Hjörvar, varaformaður stjórnar OR (svaraði ekki boði)
 • Helgi Þór Ingason, fyrrverandi forstjóri OR (hafnaði boði)
 • Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri OR
 • Ingi Jóhannes Erlingsson, fjármálasvið, lántöku- og áhættustýringarsvið o.fl.
 • Ingvar Stefánsson, yfirmaður fjármálasviðs OR
 • Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
 • Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, stjórnarformaður og stjórnarmaður í OR
 • Ólafur Jónsson, lögfræðingur og ritari stjórnar
 • Ólöf S. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og sviðstjóri fjármála
 • Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra
 • Sigrún Elsa Smáradóttir, stjórnarmaður OR
 • Svandís Svavarsdóttir, stjórnarmaður OR
 • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, borgarfulltr. og stjórnarmaður í OR