Lítið er orðið eftir af eignarhlut Orkuveitunnar í bandaríska orkufyrirtækinu Nevada Geothermal Power, sem OR fékk við sölu á nýtingarrétti á nokkrum jarðhitasvæðum í Kalíforníu.

Stór hluti kaupverðsins var greiddur í formi hlutabréfa í Nevada Geothermal, en gengi þeirra hefur hrunið frá undirritun viljayfirlýsingar um söluna í febrúar. Er eign OR í Nevada ekki nema brot af því sem gert var ráð fyrir þá og um helmingi minna virði en hún var við undirritun samningsins í júní.

Nokkur fréttaumfjöllun var hér á landi um það þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR, og Nevada Geothermal, þann 23. febrúar. Þá var áætlað kaupverð 4,15 milljónir dala, andvirði um 485 milljóna króna á gengi þess dags. Samkvæmt viljayfirlýsingunni átti Nevada Geothermal að greiða 100.000 dali í reiðufé, en afganginn, 4,05 milljónir dala átti að greiða í formi hlutafjár í Nevada Geothermal.

Eign OR í Nevada Geothermal er nú um 66 milljóna króna virði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf úgfáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.