Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undirritað samning við Tölvumiðlun um innleiðingu heildarlausnar H3 frá Tölvumiðlun í mannauðsmálum. Lausnin er notuð til að halda utan um öll launa- og mannauðsmál starfsmanna frá upphafi starfs til starfsloka;  starfsumsóknir, ráðningar, starfslýsingar, starfsmannasamtöl, fræðslu, símenntun, launavinnslu og réttindamál.

Haft er eftir Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra, að H3 nýtist til að halda utan um fjölbreytta starfsemi mannauðs- og launamála. Það muni flýta vinnuferlum og samræma þau og auðvelda þátttöku stjórnenda í mannauðsmálum.

Sólrún fór fyrir teymi sem valdi H3 sem mannauðskerfi fyrir OR.

Um 500 íslensk fyrirtæki nota H3-lausn Tölvumiðlunar. Þar á meðal eru 35 sveitarfélög.