Orkuveita Reykjavíkur fór fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að máli Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa um lögmæti eigendafundur OR yrði vísað frá. Málflutningur um þá kröfu fer fram eftir viku.

Svandís höfðaði málið í kjölfar sameiginlegs fundar eigenda og stjórnar OR í byrjun október sl. Á þeim fundi var samruni Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy samþykktur. Svandís benti á að eigendafundurinn hefði verið boðaður með innan við sólarhringsfyrirvara.

Boða ætti til slíkra funda með minnst viku fyrirvara samkvæmt sameignarsamningi Orkuveitunnar. Af þeim ástæðum dró hún lögmæti fundarins í efa.