Samtök verslunar og þjónustu telja erfitt er að sjá rök fyrir því að þurfi að leggja úrvinnslugjald á allan pappí sérstaklega því sorpmeðhöndlun pappírs er ódýrari fyrir sveitarfélögin en kostnaður við annað heimilissorp.

Fram hafa komið hugmyndir meðal sveitarstjórnarmanna að greitt verði úrvinnslugjald á allan pappír í dagblöðum, tímaritum, bókum o.s.frv. Sveitarstjórnir vilja þannig færa kostnað við úrvinnslu og sorphirðu til útgefenda blaða og bóka.

SVÞ telur að komið hefur verið upp söfnunarkerfi fyrir dagblöð og annan pappír er árangurinn mjög góður, eða um 50 ? 60%. Sveitarfélögin senda þennan pappír í endurvinnslu og fá greitt fyrir hann, þó það dugi ekki fyrir söfnunarkostnaðinum. Hins vegar er hinn góði árangur í endurvinnslu mun ódýrara fyrir sveitarfélögin en ef þyrfti að urða hann eins og gert er með flest annað heimilissorp.

Öðru máli gegnir um úrvinnslugjald af umbúðum sem tekið verður upp um áramótin. Þar er kostnaðurinn mun meiri, endurvinnsla minni og því meiri mengunarhætta við urðun. SVÞ og önnur samtök atvinnulífsins hafa því verið hlynnt upptöku úrvinnslugjalds af umbúðum. En öðru máli gegnir um dagblöð sem eru endurunnin í mun meira mæli og með minni tilkostnaði.

Með því að taka upp úrvinnslugjald væri verið að færa kostnað frá sveitarfélögum til útgefenda. Þegar upp er staðið myndu íbúar sveitarfélaganna eftir sem áður greiða fyrir sorphirðu á blöðum og bókum þó þeir gerðu það ekki með útsvari til sveitarfélagsins heldur með því að kaupa blöð og bækur.