Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli (FLK) hefur tekið í notkun launa- og mannauðskerfi Oracle-viðskiptalausna frá Skýrr. Skrifað hefur verið undir verklokasamning.

"Ráðgjafar og tæknimenn Oracle-viðskiptalausna hjá Skýrr hafa ásamt starfsfólki starfsmannahalds Flugmálastjórnar hafa unnið kappsamlega undanfarna mánuði við innleiðingu á þessum nýju kerfum. Verkefnið hefur gengið framar vonum og var á áætlun," sagði Valur Ketilsson, skrifstofustjóri FLK, við undirritun verklokasamningsins.

?Oracle-viðskiptalausnirnar eru fjölhæfar, öflugar og styðja við alla ferla og þætti í starfsemi fyrirtækja ? til dæmis innkaup og vörustýringu, viðhald, fjárhag og mannauð, framleiðslu, verkefnisstjórnun, markaðssetningu, sölu og viðskiptatengsl," sagði Jóhannes Pálmi Hinriksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna Skýrr, við sama tækifæri.

ORACLE-MANNAUÐSKERFI

?Oracle-mannauðskerfið gerir starfsmannahaldi Flugmálastjórnar á Keflavíkurlfugvelli meðal annars kleift að halda utan um feril einstakra starfsmanna innan fyrirtækisins, ráðningar, fræðslu, hæfniskröfur fyrir störf og margt fleira með það fyrir augum að gera umsýsluna skilvirkari og lágmarka villuhættu," segir Aðalheiður S. Hólmgeirsdóttir, starfsmannastjóri FLK.

Oracle-mannauðskerfið er framþróuð mannauðslausn og veitir fyrirtækjum kost á fjölda leiða til að einfalda viðskiptaferli, bæta innviði, stjórnun og samskipti við starfsmenn með því að nýta betur þær upplýsingar sem fyrir liggja. Kerfið hefur vefrænt notendaviðmót eins og aðrir kerfishlutar Oracle-viðskiptalausna. Notendum nægir því aðgangur að vafra til að slá inn eða lesa upplýsingar úr kerfinu.

ORACLE-LAUNAKERFI

Oracle-launakerfið er fjölhæft, fullkomið og alþjóðlegt launakerfi sem hefur verið staðfært til að henta íslenskum aðstæðum. Kerfið uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til launavinnslu og launaúrvinnslu á íslenskum vinnumarkaði. Það uppfyllir séríslenskar þarfir, eins og til dæmis vegna samninga við stéttarfélög, notkunar á skattkortum og aðildar að lífeyrissjóðum.

Oracle-launakerfið ræður við mjög hátt flækjustig í vinnslu, enda eru gerðar til þess miklar kröfur. Kerfið er nú þegar notað til að greiða laun til þriðjungs alls vinnandi fólks í landinu.

VAKTA- OG VIÐVERUKERFIÐ VINNUSTUND

Þess má geta að Flugmálastjórn hefur jafnframt lokið innleiðingu á á hinu tvíþætta vakta- og viðverukerfi VinnuStund frá Skýrr. VinnuStund var upphaflega þróað í samstarfi Skýrr, Fjársýslu ríkisins og Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Kerfið var hannað og smíðað til að svara jafnt almennum sem sértækum þörfum fyrir mannauðsstjórnun í íslensku atvinnulífi. Við þróun VinnuStundar var kappkostað við að taka mið af evrópskri og íslenskri vinnulöggjöf, án þess þó að það bitni á nauðsynlegum sveigjanleika við skipulagningu vakta.