Á hverju ári bíða margir spenntir eftir nýjum jólabjórum sem gleðja bragðlaukana. Ölgerðin mun í ár setja nokkra ólíka bjóra á markað. Brugghúsið Borg, sem er tilraunabrugghús Ölgerðarinnar, setur á markað jólabjórinn Stúf sem er fyrir margt sérstakur. Bjórinn er lítt áfengur miðað við fyrri bjóra frá Borg, 2,26% áfengur. Bjórar sem eru 2,25% mega seljast í matvöruverslunum en þessi bjór sleppur því ekki þar inn. Bjórinn er einnig mjög bragðmikill enda mikið að piparkökum í uppskriftinni.

VB Sjónvarp heimsótti bruggmeistara Ölgerðarinnar.