Farsíma- og breiðbandseining France Telecom, Orange, er nú nærri því að ganga frá kaupum á spænskri einingu Deutsche Telekom, Ya.com, segja aðilar sem nákomnir eru málinu. Orange mun því hafa boðið hærra en samkeppnisaðilinn Vodafone. Yfirtakan er hluti af stærri samningi milli Deutsche Telekom og France Telecom, en samkvæmt honum mun Deutsche Telekom kaupa farsímaeiningu France Telecom í Hollandi. Markaðsaðilar meta Ya.com á 33-42 milljarða króna.