*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 24. október 2016 15:11

Orange og Parlogis taka höndum saman

Orange Project og Paralogis hafa gert með sér samstarfssamning sem sameinar krafta fyrirtækjanna hvað varðar húsnæðislausnir.

Ritstjórn
Hálfdán Gunnarsson, forstjóri Paralogis og Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange.
Aðsend mynd

Orange Project og Parlogis ehf. hafa gert með sér samstarfssamning sem sameinar krafta fyrirtækjanna á sérsviðum beggja og gerir þeim kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum.

Samningurinn felur í sér að Orange leigir út skrifstofuhúsnæði að Skútvogi 3 þar sem að Parlogis rekur einnig rúmlega 3000 fermetra vöruhús fyrir þurrvörur, kælivörur og frystivörur.

Húsnæðið verður tilbúið til leigu þann 1. nóvember og með þessu samstarfi Parlogis og Orange geta smærri heildsölur og sölufyrirtæki komið sér fyrir á einum stað með alla þá þjónustu sem þarf til rekstrarins. Allt frá húsnæðislausnum til sérhæfðrar vörustjórnunar, segir í fréttatilkynningunni.

Stikkorð: Orange samstarf Paralogis