Í flestum tilvikum er greiðslugeta þeirra fjárfesta sem taka þátt í hlutafjárútboðum ekki könnuð sérstaklega af umsjónaraðilum útboðanna. Ef menn reynast ekki borgunarmenn fyrir tilboðum sínum hefur áskrift fjárfestanna einfaldlega verið felld niður, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Umframeftirspurn í hlutafjárútboðum síðustu missera hefur verið mikil. Í síðustu tveimur útboðum, hjá TM og VÍS, hafa öll met verið slegin. Fjárfestar hafa aðeins fengið brot af þeim hlutabréfum sem þeir skráðu sig fyrir. Af fjárfestum og bankamönnum má heyra að fyrir útboðin hafi myndast almenn vitneskja um að eftirspurn yrði mikil. Það hefur ýtt undir þá hegðun fjárfesta að gera hærri áskriftartilboð þar sem menn gera hreinlega ráð fyrir miklum skerðingum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .