Auðmannavísitala Breta hækkaði um 4,9% í maí. Þetta er umfram verðbólgu, sem hækkaði um 2,7% á sama tíma. Breska blaðið Guardian fjallar um auðmannavísitöluna sem eignastýringarfyrirtækið Steonehage Investment Partners tekur reglulega saman. Í blaðinu segir að djúpir vasar erlendra auðmanna frá Miðausturlöndum og Asíu sem hafi flutt til Bretlands hafi skilað sér í hækkun á verðlagi lúxusvara þar í landi.

Á sama tíma er tepokar, klósettpappír og morgunkorn mynda ásamt öðrum almennum dagvörum vísitölu bresku hagstofunnar þá eru í vísitölu auðmanna hlutir á borð við haglabyssur frá Purdey, kápur frá Burberry, kostnaður við það að hafa ráðskonu á heimilinu og verðmiði á bótox-aðgerð.

Eins og til að bæta gráu ofan á svart í heimi ríkra þá hafa aðrir flokkar hækkað meira en aðrir. Þar á meðal hefur sérstök lúxusvísitala hækkað um 14,8% á milli ára, sem er talsvert yfir meðalverðbólgu. Inni í þeirri vísitölu má finna kostnað við rektur lúxusbíla á borð við Aston Martin, verð á gullúrum frá Patek Philippe og dýrir skartgripir. Ódýrustu úrin kosta um 20 þúsund evrur, jafnvirði rúmra 3,2 milljóna króna. Þá hefur verið málverka sömuleiðis hækkað talsvert. Tekið er sérstaklega fram í umfjöllun Guardian að í fyrra hafi málverk eftir Paul Cézanne af tveimur bændum farið á 158,4 milljónir punda, sem var metverð fyrir verk meistarans. Verk eftir Mark Rothko fór svo á 49 milljón pund, jafnvirði níu milljarða króna.