Carlos Helu Slim er orðinn ríkasti maður í heimi að nýju samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes .

Ástæðan er hækkun hlutabréfa í símafyrirtæki Slim, América Móvil’s. Heildareignir Slim eru metnar 79,6 milljarðar dala.

Bill Gates hefur verið ríkastur frá því í maí. Eignir hans eru metnar á 79,1 milljarð dala.

Carlos Slim hefur háð keppnina um titillinn frá árinu 1994, þegar Bill Gates varð fyrst ríkastur allra. Slim var í efsta sæti árin 2011-2013.