Financial Times greinir frá því í vefútgáfu sinni að hávær orðrómur sé um að evrópskur banki hafi fengið 500 milljónir dala, um 57 milljarða íslenskra króna, neyðarlán frá Evrópska Seðlabankanum í vikunni. Ekki kemur fram hvaða banki þetta er.

Þetta, ásamt fréttum af því að eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum geri nú meiri kröfu til fjármögnunar útibúa evrópskra banka og ótta um að erfiðleika banka til að fjármagna sig olli miklum lækkunum á hlutabréfum banka í vikunni.

Hlutabréf í ítalsk bankanum UniCredit lækkuðu allra banka í vikunni, um 14,8%. Hinn franski Societe Generale lækkaði um 14,1%, franski BNP um 12%, svissneski Credit Suisse um 11,2 og UBS um 8,7%.

Deutsche Bank var eitt þeirra fyrirtækja sem lækkaði mest í DAX vísitölunni eða um 10,2%.