Íslandsbanki hefur gefið út áhættuskýrslu í þriðja sinn. Í skýrslunni er farið yfir helstu áhættuþætti bankans og veitir meðal annars upplýsingar um samsetningu eigin fjár, eiginfjárþörf, áhættumatsferla og útlánaáhættu. Einnig er fjallað um orðsporsáhættu bankans.

Um þann áhættuþátt segir í skýrslunni:

„Í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins 2008 hefur ímynd fjármálastofnana á Íslandi í huga almennings verið afar neikvæð. Bankinn gerir sér grein fyrir því að til viðbótar við þessa neikvæðu ímynd gagnvart fjármálastofnunum hafa þau tengsl sem fólk skynjar á milli Íslandsbanka og Glitnis valdið sérstakri orðsporsáhættu fyrir Íslandsbanka þar sem viðskiptavinir greina ekki alltaf á milli mála sem rekja má til Glitnis og þeirra sem rekja má til bankans sjálfs.“