Ekkert fyrirtæki er betur liðið en tæknirisinn Google, samkvæmt árlegri könnun Harris Interactive um orðstír fyrirtækja. Fyrirtækið Johnson & Johnson hélt 2. sætinu. Berkshire Hathaway, félag fjárfestisins Warrens Buffetts féll og er nú í 4. sæti, eftir að hafa vermt efsta sætið í fyrra.

Bloomberg greinir frá niðurstöðum könnunarinnar í dag en hún náði til 30 þúsund einstaklinga sem voru beðnir um að raða sextíu sýnilegustu fyrirtækjum heims á lista eftir viðhorfi til þess. Viðhorf til fjármálastofnanna batnaði milli ára. Þau ná þó aðeins að standa sig betur en tóbaksfyrirtæki.

Í 3. sæti var fyrirtækið 3M og Apple lenti í 5. sæti.