Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni og kínverska lyfjasamsteypan Sinopharm hafa samið um samstarf við þróun, framleiðslu og markaðssetningu á prótínlyfjum. Skrifað var undir samkomulagið í Qingdao í Kína á sunnudaginn var, að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Sinopharm er stærsta lyfjasamsteypa Kína og seldi árið 2004 lyf og lækningatæki fyrir 147 milljarða króna.


ORF hefur undanfarin ár unnið að þróun Orfeus-tækni til framleiðslu á verðmætum, sérvirkum prótínum í lyfjaþróun og lyfjagerð. Aðferðin felst í því að nýta erfðatækni til að framleiða prótínafurðir í byggfræjum, en þær afurðir eru bæði ódýrari og öruggari en flest þau sérvirku prótín sem í dag eru framleidd með hefðbundinni erfðatækni í bakteríum eða dýrafrumum.

Nánar er fjallað um samstarf fyrirtækjanna á blaðsíðu 2 í Viðskiptablaðinu í dag.