Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron, segir að við samruna Spron og Kaupþings gætu hluthafar Spron þurfti að greiða fjármagnstekjuskatt. „Hins vegar er málum þannig háttað, að það yrði um mjög fáa aðila að ræða og mjög óverulegar fjárhæðir,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Þeir hluthafar sem verða skattskyldir vegna endurgjaldsins eru þeir sem ekki tóku þátt í stofnfjáraukningum á árunum 2004-2006, segir í yfirlýsingu frá félaginu. Sigurður Tómasson, endurskoðandi og hluthafi í Spron, ritaði grein í Morgunblaðið sem birtist síðastliðinn laugardag þar sem hann telur að samrunaáætlun Kaupþings og Spron sé ekki samruni samkvæmt tekjuskattslögum, heldur yfirtaka, því greitt sé bæði með bréfum í Existu og Kaupþingi. Því þurfi að greiða söluhagnað af hlutabréfaeign í Spron.

Lögin kveða á um að greiða þyrfti einungis með bréfum í Kaupþingi (félaginu sem yfirtekur), svo að um væri að ræða samruna. Í þessu tilviki sé einnig greitt með bréfum í Existu.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .