Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, segir að samkomulag hafi náðst um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Þetta kemur fram í helgarblaði Viðskiptablaðsins.

„Við erum að tala um að breyta honum í heildsölubanka og ég held að það sé orðin tiltölulega mikil sátt um það,“ segir hún.

„Við áttum okkur líka á félagslegum þætti sjóðsins. Það liggur ljóst fyrir að það þarf með ráðum og dáð að tryggja þann þátt. Á hinn bóginn verðum við að gæta þess að Íbúðalánasjóður hagi sé rekki þannig á markaði að til óþurftar sé. Það eru ákveðnir þættir hjá Íbúðalánasjóði sem bankarnir eru fullfærir um að sinna. Þannig að ég held að við séum að ná ágætri lendingu með Íbúðalánasjóð,"  segir Þorgerður Katrín í helgarviðtali Viðskiptablaðsins.