Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill að landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok þessara mánaðar, veiti nýjum formanni flokksins umboð til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þetta sagði Þorgerður Katrín á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem nú stendur yfir, en í fyrirspurnartíma stjórnmálaleiðtoga var meðal annars vikið að mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorgerður Katrín tók þó fram að þetta yrði ekki gert nema í samráði við aðra stjórnmálaflokka og í raun með samþykki þjóðarinnar.

Þá lagði Þorgerður Katrín áherslu á að gengið yrði frá Evrópumálunum sem fyrst. Hún ítrekaði að stefna Sjálfstæðisflokksins hefði hingað til verið að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins. Nú væru hins vegar breyttir tímar og því nauðsynlegt að taka ákvörðun sem fyrst.