„Við hefðum lækkað vexti í gær ef það hefði ekki komið þessi stjórnarkreppa," sagði Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sjálfstæðismanna á Grand hótel í dag.

Fundinum lauk rétt í þessu. Um sjö hundruð manns sátu hann.

Þorgerður Katrín sagði m.a. í lokaræðu sinni á fundinum að ofstopamenn hefðu tekið völdin í Samfylkingunni „og því fór sem fór," sagði hún. Þorgerður Katrín sagði að vinstri vetur mætti ekki standa lengi yfir.

Sjálfstæðismenn þyrftu að standa við sína stefnu því hún gæti leitt landsmenn í gegnum núverandi þrengingar.