Sjóvá hefur undanfarið gengið í gegnum stefnumótunarvinnu þar sem ætlunin er að skerpa á áherslum félagsins og efla framtíðarsýn þess. Um leið hefur nafni og merki Sjóvá verið breytt. Til að ræða þetta og nýlegt uppgjör félagsins kemur Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvá, í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu (99,4).

Íslandsbanki hækkaði verðmat sitt á Og Vodafone í gær og hvort sem það er nú að þakka því eða ekki hefur gengi bréfa félagsins verið á fleygiferð síðan. Atli Guðmundsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka, verður á línuna á eftir og hann gefur okkur rökin fyrir þessu nýja mati.

Í lokin ætlum við síðan að endurflytja viðtal sem tekið var í gær við Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóra Verðbréfastofunnar, um rekstrarniðurstöðu bankanna.