Kínverska fyrirtækið Huawei – stærsti snjallsímaframleiðandi heims – verður að eigin sögn brátt uppiskroppa með örgjörva vegna viðskiptaþvingana bandarískra yfirvalda.

Ekki aðeins getur tæknirisinn kínverski ekki keypt örgjörva af bandarískum framleiðendum, heldur getur hann ekki lengur framleitt eigin örgjörva. Huawei tók snjallsímakrúnuna af Samsung á öðrum fjórðungi þessa árs með sölu 55,8 milljón síma.

Í maí á síðasta ári var bandarískum fyrirtækjum meinað að selja Huawei nokkurskonar tækni þegar fyrirtækið var sett á bannlista bandarískra stjórnvalda vegna ásakana um að hafa byggt bakdyr inn í innviðatækni sína fyrir kínversk yfirvöld.

Í maí síðastliðnum var svo bannið útvíkkað til erlendra hálfleiðaraframleiðenda sem nota bandarískan hugbúnað og tækni við framleiðslu sína. Í kjölfarið hætti Taiwan Semiconductor Manufacturing Co. – stærsti hálfleiðaraframleiðandi heims – að taka við pöntunum frá Huawei.

Umfjöllun The Verge.