Ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka viðræðunefnd til að ræða við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun ýmissa framkvæmda sem eru eða kunna að vera framundan á næstu árum, að því er segir í frétt fjármálaráðuneytisins. Lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins hafa skipað níu manna aðgerðahóp sem tekur þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd.

Formaður viðræðunefndarinnar er Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Aðrir skipaðir í nefndina af hálfu stjórnvalda eru: Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður, skipuð án tilnefningar, Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri, skv. tilnefningu sjávar- og landbúnaðarráðherra, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, skv. tilnefningu iðnaðarráðherra, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, skv. tilnefningu samgönguráðherra, Skúli Helgason, alþingismaður skv. tilnefningu forsætisráðherra, og Vilborg Hauksdóttir, sviðsstjóri, skv. tilnefningu heilbrigðisráðherra.