Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á samkeppnislögum. Meðal helstu breytinga er hækkun á viðmiðunarveltu tilkynningarskyldra samruna og aukin heimild Samkeppniseftirlits til að ógilda samruna sem ekki leiðir til markaðsráðandi stöðu eða styrkir hana.

Nú er til meðferðar hjá viðskiptanefnd Alþingis lagafrumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á samkeppnislögum. Að óbreyttu frumvarpi felur það í sér nokkuð viðamikla breytingu á lögunum, sem tóku gildi árið 2005. Í athugasemdum við frumvarpið segir að það miði að því að styrkja ákvæði um samruna í íslenskum lögum og færa þau nær reglum EES- og EB-réttarins.

Hækkuð er viðmiðunarfjárhæð vegna tilkynningarskyldra samruna, þannig að gert er ráð fyrir að skylt verði að tilkynna samruna til Samkeppniseftirlitsins ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er tveir milljarðar króna eða meira, í stað milljarðs, og ársvelta a.m.k. tveggja af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum yfir 200 milljónir króna, en ekki 100 milljónir.

Í athugasemdum við frumvarpið segir að veltumörk íslensku samkeppnislaganna hafi nokkuð verið gagnrýnd fyrir að vera of lág, en fjárhæðir þær sem miðað sé við í gildandi lögum hafa ekki breyst síðan veltumörk voru fyrst lögfest, með lögum nr. 107/2000

_____________________________________

Í Viðskiptablaðinu í dag er að finna úttekt um fyrirhugaða lagabreytingu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .