Meirihluti stjórnar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka ákvað á löngum stjórnarfundi í gærkvöld að segja Þórði Má Jóhannessyni upp störfum sem forstjóra bankans.

Jafnframt var ákveðið að Friðrik Jóhannsson tæki við sem nýr forstjóri. Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar félagsins, og Kristinn Björnsson stjórnarmaður, greiddu atkvæði gegn tillögu Björgólfs Thors Björgólfssonar, formanns stjórnarinnar um forstjórabreytingar.

Á fundinum sem stóð frá klukkan hálffimm í gærdag og fram undir miðnætti var einnig ákveðið að boða til hluthafafundar 19. júlí næstkomandi.

Fundurinn í gær var hann haldinn í framhaldi af bréfi til stjórnar bankans frá eigendurm yfir 10% af nafnvirði hlutafjár í bankanumhluthöfum. Í bréfinu voru gerðar kröfur um að boðað yrði til hluthafafundar í bankanum og að nýtt stjórnarkjör færi fram.

Bæði Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson telja stjórnarfundinn í gær ólöglegan. Munu þeir eiga fund í dag með forstjóra Fjármálaeftirlitsins um málið.

Fréttin er byggð á frétt Morgunblaðsins um málið í dag.