*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 30. apríl 2021 16:03

Origo hækkar um 5% eftir uppgjörið

Fasteignafélagið Eik leiddi lækkanir en gengi félagsins féll um 1,7% í dag.

Ritstjórn

Fjórtán af átján félögum Kauphallarinnar lækkuðu í 1,8 milljarða króna viðskiptum í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8%. Eik leiddi lækkanir en gengi fasteignafélagsins féll um 1,7% í dag. Eik skilaði 884 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Hin tvö fasteignafélögin í Kauphöllinni lækkuðu einnig. Gengi Regins féll um 1,2% og Reitir lækkuðu um 0,8%. 

Origo hækkaði um 4,8% í 186 milljóna króna viðskiptum í dag. Afkoma félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst um 215 milljónir króna milli ára, að því er kom fram í uppgjöri félagsins í gær

Miklar sveiflur voru á hlutabréfaverði Icelandair í dag sem endaði daginn í 0,3% lækkun í 225 milljóna króna veltu. Flugfélagið tapaði 3,9 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins, að því er kom fram í uppgjöri félagins sem birtist í gærkvöldi.