Fyrirtækið Origo hefur hækkað um 6,67% í 111 milljóna króna viðskiptum í dag. Í gær var tilkynnt um að Origo hafi selt hlut í Tempo fyrir 4,3 milljarða.

Kaupsamningurinn var undirritaður við félagið Diversis en um 55% hlut var að ræða. Tempo í heild er metið á 62,5 milljónir dollara erða um 7,7 milljarða króna.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo sagði að kaup Diversis á hlutnum væru afar góðar fréttir bæði fyrir Tempo og Origo.

Það sem af er þessu ári hefur verð á hlutabréfum í Origo lækkað um 16,05%.