Stjórn Origo hefur ákveðið að endurkaupa allt að 11,6 milljónir eigin bréfa, eða sem jafngildir 2,5% hlut í félaginu. Fjárhæð endurkaupanna verður þó að hámarki 300 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu .

Á núverandi gengi bréfanna, 24,8 krónum á hlut, er hámarkið ekki bindandi, en farið gangvirðið yfir 25,86 krónur á hlut tekur krónutöluhámarkið við af hámarksfjölda bréfa sem hinn takmarkandi þáttur.

Ákvörðunin er tekin á grundvelli endurkaupaheimildar sem aðalfundur samþykkti að veita stjórn þann 2. mars síðastliðinn. Sú heimild gildir í 18 mánuði, en endurkaupaáætlunin verður þó aðeins í gildi fram að næsta aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 7. mars næstkomandi.

Á áðurnefndum aðalfundi var einnig samþykkt að ekki yrði greiddur út arður fyrir árið 2018.

Endurkaupin verða framkvæmd af Kviku, sem tekur allar ákvarðanir um kaup óháð félaginu.