*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 7. september 2018 12:03

Origo vaktar miðlæg kerfi Nasdaq

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur gert samning við Origo um að taka að sér vöktun og þjónustu við miðlæg kerfi miðstöðvarinnar.

Ritstjórn
Frá vinstri: Sigurður Vignir Sigurðsson, Magnús Kristinn Ásgeirsson, Linda Björk Waage, Arnar M. Ottósson, og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir.
Aðsend mynd

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur skrifað undir samkomulag við upplýsingatæknifyrirtækið Origo um að taka að sér vöktun og þjónustu við miðlæg kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

"Nasdaq starfar á markaðssvæðum um allan heim og leggur ríka áherslu á samræmi í rekstri upplýsingakerfa. Öflugt öryggi, stöðugur uppitími og hátt þjónustustig við viðskiptavini eru þættir sem skipta höfuðmáli fyrir verðbréfamiðstöðina," segir Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

"Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem byggir á því að hjálpa fyrirtækjum að hagræða í rekstri og auka gæði þjónustu til viðskiptavina með sérsniðnum upplýsingatæknilausnum. Við finnum fyrir auknum áhuga fyrirtækja og stofnana á okkar hugmyndafræði, þekkingu starfsmanna og reynslu þeirra og fögnum því að jafnöflugt fyrirtæki eins og Nasdaq hafi valið Origo sem samstarfsaðila í upplýsingatækni," segir Linda Waage framkvæmdastjóri Rekstrarþjónustu og innviða hjá Origo.

Stikkorð: Nasdaq Origo