*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 27. janúar 2020 13:01

Origo verðlaunað af Microsoft

Microsoft velur Origo sem samtarfsaðila ársins á Íslandi fyrir árið 2020.

Ritstjórn
Claus Jul Christiansen, Microsoft, Ingimar Bjarnason, Origo, Ragnheiður Ágústsdóttir, Microsoft, Berenice Barrios Quinones, Origo, og Örn Þór Alfreðsson, Origo.
Aðsend mynd

Microsoft hefur valið upplýsingatæknifyrirtækið Origo sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2020. Viðurkenningin er fyrir árangur sem Origo hefur náð með viðskiptavinum sínum í þróun og innleiðingu á Microsoft 365 með áherslu á öryggi, samvinnutólið Teams og aðlögun á Azure skýjalausnum fyrir viðskiptavini.

„Valið var fyrst og fremst byggt á skýrri stefnu Origo, breiðu vöruúrvali í Microsoft lausnum, ört vaxandi þróun hugbúnaðar í Azure og mjög góðum árangri Origo í sölu og innleiðingu á Microsoft lausnum, ekki síst Microsoft 365. Við hjá Microsoft höfum tekið eftir þessum árangri og því reyndist Origo hlutskarpast í valinu á Microsoft samstarfsaðila ársins 2020,“ segir Ragnhildur Ágústdóttir, hjá Microsoft á Íslandi.

Anton M. Egilsson forstöðumaður skýja- og öryggislausna hjá Origo segir viðurkenninguna staðfestingu á að Origo sé leiðandi í Microsoft lausnum á Íslandi.

„Við höfum byggt upp góða sérþekkingu afar öflugs fólks sem hefur skilað sér betri lausnum og þjónustu til viðskiptavina okkar. Um leið og við erum þakklát fyrir þennan árangur þá er hún hvatning til okkar um að gera enn betur á nýju ári,“ segir Anton.