Í tilefni 80 ára afmælis fyrirtækisins efndi Verkís í síðustu viku til ráðstefnu undir yfirskriftinni Orka og umhverfi — Ísland í alþjóðlegu samhengi og voru ráðstefnugestir um 150 talsins. Á ráðstefnunni var skoðað hvernig Ísland stendur í orku- og umhverfismálum og fjallað var um endurnýjanlega orkugjafa í alþjóðlegu og íslensku samhengi en einnig voru erindi flutt um umhverfisáhrif og efnahagsleg áhrif orkuvinnslu á Íslandi.

Erindi fluttu Richard Taylor, framkvæmdastjóri International Hydropower Association, Arnór Þ. Sigfússon, deildarstjóri hjá Verkís, og Daði Már Kristófersson, dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.

Afmælisráðstefna Verkís
Afmælisráðstefna Verkís
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hörður Arnarson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri sátu ráðstefnuna.

Afmælisráðstefna Verkís
Afmælisráðstefna Verkís
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eins og sjá má var mætinging góð á afmælisráðstefnuna.

Afmælisráðstefna Verkís
Afmælisráðstefna Verkís
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri Annars Veldis, sat ráðstefnuna.