Orkan snarlækkar verð á eldsneyti á Dalvegi í Kópavogi og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í kjölfar frétta um að Atlantsolíu hyggist bjóða sama eldsneytisverð á Sprengisandi og hefur verið í boði í Kaplakrika.

Verðið á þeim stöðvum er krónu dýrara en hjá Costco, eða 211,40 krónur, en nú lækkar Orkan verðið á Dalvegi og Reykjavíkurvegi niður í 211,3 kr á bensínlítranum og 201,9 kr af lítranum af dísil.

Um er að ræða fast verð. Ekki eru veittir afslættir frá þessum verðum og ekki er því unnt að nýta kolefnisjöfnunarleiðina á þessum stöðvum, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir helgi geta viðskiptavinir á öðrum stöðvum fórnað 7 króna afslætti af Orkulykli í kolefnisjöfnunarsjóð.

Um Orkuna

Orkan, sem er vörumerki olíufélagsins Skeljungs, segir félagið hafa verið brautryðjandi í ódýru eldsneyti og hæstu afsláttunum síðan félagið var stofnað 1995 í fréttatilkynningu um málið.