*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 28. júní 2006 14:49

Orkla Media selt til Mecom

Ritstjórn

Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur samþykkt að selja Orkla Media til breska fyrirtækisins Mecom að því er kemur fram í frétt netútgáfu Börsens.

Með í kaupunum fylgir danska dagblaðið Berlingske Tidende

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Orkla mun félagið verða hluthafi í hinu nýja eignarhaldsfélagi Orkla Media og eiga "umtalsverðan hlut".

Gert er ráð fyrir að ganga frá sölunni um miðjan júlí. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Orkla Media verði áfram í Osló.

Að því er forstjóri Orkla, Dag Opedal, segir er samningurinn fjárhagslega fýsilegur fyrir hluthafa Orkla.