Mikil verðmæti felast í fallvötnum Íslands og iðrum landsins í formi vatnsafls og jarðvarma. Varlega áætlað munu verðmæti orkuauðlindarinnar nálgast 200 milljarða króna á ári eftir um tuttugu ár, gangi spár um þróun heimsmarkaðsverðs og mat á því hversu mikla orku er raunhæft að vinna út úr auðlindunum eftir.

Fræðilega nýtanleg orka í vatnsföllum og jarðvarma er á bilinu 74-94 TWh á ári en ekki er talið raunhæft að vinna nema hluta þessarar orku, m.a. þar sem slík vinnsla myndi valda spjöllum á náttúruperlum auk þess sem hluti orkunnar er í friðlöndum og þjóðgörðum. Raunhæft má ætla að hægt sé að vinna um 30-50 TWh á ári.

Meðalverð síðasta árs á raforku á Nordpool-markaðnum norræna nam 71,81 Bandaríkjadal á MWh en þar sem síðasti vetur var mjög kaldur í Skandinavíu er það verð óvenjulega hátt. Spár gera þó ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á raforku árið 2030 verði um 110 dalir á MWh.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð