Framkvæmdastjórar tíu stærstu olíu og gasfyrirtækja í heimi heita stuðningi við Par­ís­ar­sam­komu­lagið. Financial Times greinir frá þessu í dag.

Parísarsamkomulagið gengur út á að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda til að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 2°C.

Fyrirtækin sem um ræðir eru BG Group, BP, ni, Pemex, Reliance Industries, Repsol, Saudi Aramco, Shell, Statoil og Total. Fyrirtækin standa undir um það bil 20% af heildarframleiðslu á gasi og olíu í heiminum en með tilkynningunni sögðu þau að þau vildu taka stærri þátt í uppbyggingu í nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Fyrirtækin gáfu enga fasta tímaáætlun en ætluðu þó að haga olíu- og gasvinnslu á hátt sem myndi valda sem minnstum umhverfisskaða.

Yfirlýsing fyrirtækjanna hefur mætt gagnrýni frá ýmsum umhverfisverndarsamtökum sem segja að hún sé ekki einlæg, að fyrirtækin hafi ekki sett sér tímaáætlun og að yfirlýsingin gangi ekki nógu langt.