Íslensk orkufyrirtæki eru mun skuldsettari en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum. Fram kemur í ritinu Fjármálastöðugleiki , sem Seðlabankinn hefur gefið út, að af þessum sökum er þeim nauðsynlegt að greiða niður skuldir á næstu árum til að geta fjármagnað sig á viðráðanlegum kjörum.

Í ritinu segir m.a. ef horft er fram hjá skuldum við föllnu bankana eru um 2/3 af afborgunum erlendra lána á árunum 2013­ til 2018 skuldir innlendu orkufyrirtækjanna.

Seðlabankinn telur jafnframt að veruleg vaxtaáhætta sé til staðar í efnahagsreikningi orkufyrirtækjanna. Hækki erlendir millibandavextir muni það hafa neikvæð áhrif á afkomu þeirra finni þau ekki leið til að verja sig fyrir áhættunni.