Íslandsbanki gaf í síðustu viku út skýrslu um íslenska orkumark­aðinn þar sem farið er ítarlega yfir þá virkjunarkosti sem í boði eru, stöðu einstakra virkjana, hvernig notkun er á þeirri orku sem þegar hefur verið virkjuð, aðstæður á fjármálamörkuðum m.t.t. virkjanaframkvæmda o.s.frv. Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, á fundi bankans um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, á fundi bankans um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, var fundarstjóri á fundinum. Hann þekkir vel til þessa geira enda var hann forstjóri Landsvirkjunar í 11 ár. Hann laumaði inn skemmtilegum sögum frá þeim tíma, m.a. um manninn sem hélt að verið væri að taka rafmagnið úr vatninu með því að virkja ána.

Orkufundur ÍSB
Orkufundur ÍSB
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fundurinn var vel sóttur þó svo að hann hafi farið fram kl. 8.30 á föstudagsmorgni. Íslandsbanki bauð viðstöddum upp á orkudrykk ásamt morgunmat.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, á fundi Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, á fundi Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, rýndi vel í skýrsluna á fundinum. Hann situr hér við hlið Kristínar Hrannar Guðmundsdóttur, viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði Íslandsbanka.

Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV, Sigurður Arnalds, stjórnarmaður hjá Mannviti og fyrrv. forstöðumaður samskiptasviðs hjá Landsvirkjun, og Árni Magnússon, forstöðumaður hjá VÍB og fv. félagsmálaráðherra, á fundi Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV, Sigurður Arnalds, stjórnarmaður hjá Mannviti og fyrrv. forstöðumaður samskiptasviðs hjá Landsvirkjun, og Árni Magnússon, forstöðumaður hjá VÍB og fv. félagsmálaráðherra, á fundi Íslandsbanka um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HrV, Sigurður Arnalds, stjórnarmaður hjá mannviti og fyrrverandi forstöðumaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Árni Magnússon, forstöðumaður hjá VÍB og fyrrverandi félagsmálaráðherra, hlustuðu af mikilli athygli.

Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, á fundi bankans um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, á fundi bankans um íslenska orkumarkaðinn þann 14.09.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandsbanka, hafði yfirumsjón með gerð skýrslunnar og kynnti hana fyrir viðstöddum. Auk hans flutti Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu verkfræðistofu, erindi um tækifærin á íslenska orkumark­aðnum. Báðir sögðu þeir að mikil breyt­ing hefði orðið í þekkingu landsmanna á orkumálum á síðustu árum og því væri mikilvægt að halda henni við með því að nýta þau tækifæri sem í boði eru hér á landi.