Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í ráðherrabústaðnum í gær um þriðja orkupakka Evrópusambandsins og tengd mál að því er Morgunblaðið greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið hefur ítarlega fjallað um hafa verið miklar deilur um orkupakkann og hvaða áhrif hann hefur hér á landi. Hafa stjórnvöld frest fram til 30. mars að leggja orkupakkann fram fyrir alþingi og segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra það auðvitað markmiðið að ná því.

Var fundurinn nú framhald af fundi um sömu mál frá því í nóvember og segir Guðlaugur Þór að hann og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, sem meðal annars fer með iðnaðarmál, hefðu farið yfir málin með þingflokkunum.

Hann sagðist þó ekki geta upplýst hvert eðli þeirra mála væri. „Við tókum þessa gagnrýni sem kom fram mjög alvarlega og við höfum verið að nýta tímann til þess að skoða þau mál og meta það,“ segir Guðlaugur Þór. „Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum málinu og höfum verið að skoða það ofan í kjölinn, meðal annars með þeim sem hafa gagnrýnt það harðast.“

Hér má lesa fleiri fréttir um þriðja orkumálapakka ESB:

Hér má lesa skoðanapistla um þriðja orkumálapakka ESB:

15. apríl 2018 - Mikilsverðir orkuhagsmunir eru í húfi