Orkusetur tók til starfa á Akureyri í dag. Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.

Til Akureyrar verða einnig flutt verkefni á sviði vettvangs um vistvænt eldsneyti sem hefur það að markmiði að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum er varða vistvænni eldsneytisnotkun og möguleika á nýtingu innlendrar orku í því samhengi.

Til að sinna þessum nýju verkefnum hafa verið ráðnir tveir nýir starfsmenn á Akureyri, en fyrir eru tveir starfsmenn sem sinna umsjón með niðurgreiðslum til húshitunar og umsjón með Orkusjóði.

Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Ágústa Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Vettvangs um vistvænt eldsneyti