Alþjóðlegur orkuskóli á framhaldsstigi í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík tekur til starfa í dag.

Nafn skólans sem er skammstafað REYST en að fullu nafni heitir hann Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems. Kennsla við skólann hefst haustið 2008 en hann verður til húsa í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar mun íslenskum og erlendum stúdentum standa til boða framhaldsnám á háskólastigi í orkuvísindum þar sem grunnþættirnir eru náttúra, tækni og markaður.

Háskólarnir tveir eru faglegir bakhjarlar skólans og munu nemendur einnig njóta faglegrar þekkingar innan Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem fyrirtækið er fjárhagslegur bakhjarl skólans.