Orkustofnun hefur afturkallað leyfi Eykon Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu vegna þess að það missti samstarfsfélög sín. Telur stofnunin sig ekki hafa heimild til að gefa félaginu sérstakan frest til að finna nýja rekstraraðila til samstarfs um olíuleitina. Heiðar Guðjónsson fjárfestir er stjórnarformaður fyrirtækisins.

Segir stofnunin Eykon Energy ekki lengur uppfylla skilyrði kolvetnislaga eftir að CNOOC Iceland ehf., dótturfyrirtæki kínverska ríkisolíufyrirtækisins, og Petero Iceland , dótturfyrirtækis norsk ríkisfyrirtækis sem heldur utan um leyfi og vinnslu í norskri lögsögu, sögðu sig frá leitinni.

Orkustofnun tekur fram í tilkynningu á vef sínum, að ef Eykon Energy finni samstarfsaðila muni stofnunin ígrunda að birta auglýsingu um skilmála nýrra leyfa. Sama eigi við ef aðrir mögulegir aðilar lýsi áhuga á leit og vinnslu á Drekasvæðinu.