*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 24. maí 2017 13:20

Orkustofnun krefur ON um úrbætur

Að mati Orkustofnunar braut Orka náttúrunnar vatnalög með því að tæma lón Andakílsvirkjunar.

Pétur Gunnarsson
Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og framleiðir og selur rafmagn.
Haraldur Guðjónsson

Orkustofnun kallar eftir andmælum Orku náttúrunnar (ON) vegna meint brots á ákvæðum vatnalaga og umhverfisskaða í Andakílsá af hennar völdum, við tæmingu inntakslóns Andakílsárvirkjunar að því er kemur fram í tilkynningu á vef Orkustofnunar

Í niðurstöðu Orkustofnunar með vísan til ákvæða vatnalaga að ON hafi hleypt úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar um botnlokur með ólögmætum hætti og valdið með þeim tjóni á lífríki í Andakílsá og takmarkað veiðimöguleika. Orkustofnun tekur þó hvorki afstöðu til þess mögulega tjóns né til skaðabóta, eftir atvikum landeigenda og/eða Veiðifélags Andakílsár.

Stofnunin mælir fyrir því að ON færi umhverfi árinnar til fyrra horfs, eins og kostur er, á sinn kostnaður og leggur áherslu á að áætlun um úrbætur verði skilað til Orkustofnunar fyrir lok júní. Brot gegn ákvæðum vatnalaga geta varðað við sektum. „Í ljósi alvarleika meintra brota, kemur til álita að beita úrræðinu, en Orkustofnun frestar ákvörðun sinni þar að lútandi, þar til andmæli Orku náttúrunnar liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Orkustofnunar.