Orkustofnun hefur veitt Þeistareykjum ehf. rannsóknarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit. Rannsóknarleyfið er veitt til fjögurra ára og gildir til 31. desember 2013.

Þetta kemur fram á vef Orkustofnunar en þann 23. janúar 2004 veitti iðnaðarráðherra Þeistareykjum ehf. rannsóknarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit með gildistíma til 31. desember 2008. Í kjölfar þess leyfis var sótt um endurnýjað rannsóknarleyfi á umræddu rannsóknarsvæði.

Leyfið tekur til rannsókna á jarðhita og umhverfi til að fá úr því skorið hvort nýta megi svæðið til raforkuframleiðslu samtvinnaðri ferðamennsku og útivist almennings. Fram kemur á vef Orkustofnunar að niðurstöður rannsóknanna verða nýttar til að gera langtímaáætlun um áfangaskipta virkjun jarðhitans á svæðinu. Takmarkast leyfið við þær framkvæmdir sem kveðið er á um í rannsóknaráætlun. Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðhita rannsóknarsvæðisins.

Fram kemur að við undirbúning að útgáfu leyfisins var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis í samræmi við lög umrannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Einnig var leitað umsagnar landeigenda í samræmi við stjórnsýslulög.