Rekstrarkostnaður Orkuveitunnar var lægri 2014 í krónum talið heldur en árið 2010. Raunlækkun nemur 2,3 milljörðum króna. Framlegð rekstursins (EBITDA) nam 24,8 milljörðum króna 2014. Eigið fé Orkuveitunnar jókst um 23% frá fyrra ári og um 64% á síðustu tveimur árum. Orkuveitan greiddi rúmlega 20 milljarða króna í afborgarnir á lánum og rekstrarkostnaður nam 13,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Orkuveitunnar.

Í lok árs 2014 hafði Planið svokallað skilað 49,6 milljörðum króna. Það eru 97% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætla að skila frá vori 2011 til ársloka 2016.