Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 5 milljarða króna á fyrsta helming þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hagnaður félagsins nam 2,3 milljörðum á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt tilkynningunni eiga viðvarandi sparnaður í rekstri og hagstæð gengisþróun stóran þátt í bættri afkomu. Launakostnaður hefur þó hækkað í samræmi við kjarasamninga og hafa fleiri fyrirtæki fundið fyrir þeim hækkunum.

Nettó vaxtaberandi skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 9 milljarða króna á fyrra hluta ársins. Snemma árs 2011 samþykkti stjórn OR og eigendur fyrirtækisins sérstaka áætlun. Markmið áætlunarinnar var að takast á við bága fjárhagsstöðu félagsins og ná að bæta sjóðssöðuna um allt að 50 milljarða króna.

Því marki var náð strax um mitt síðasta ár, en þá nam árangurinn 57,1 milljarði króna.