Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið afgreitt lán sem dregist hafði að borga út síðan í haust. Um er að ræða hluta af láni úr lánalínu frá Þróunarbanka Evrópu sem en þeir tóku þátt í að fjármagna byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt samningnum átti að greiða af láninu eftir því sem framkvæmdum miðaði áfram.

Framkvæmdirnar voru teknar út í haust og í framhaldi þess átti Orkuveitan að fá hluta lánsins greitt í október. Þá hrundi hins vegar fjármálakerfið hér og bankinn frestaði því að senda greiðsluna. Að sögn Hjörleifs bjó að baki það mat að fjármálakerfið hér á landi væri ekki nægilega traust. ,,Það gerði okkur erfitt fyrir vegna þess að við vorum búnir að láta framkvæma fyrir þessa fjárhæð og áttum von á að fá greiðsluna samkvæmt samningnum sem er að skila sér núna.”

Upphæðin sem hér um ræðir er 6,5 milljarð króna. Um það var samið að greiðslan væri í krónum en skuldin í evrum. Því má segja að láið væri lægra en annars hefði orðið. ,,Ef eitthvað er þá erum við að taka minna lánum í evrum. Þetta lán er fyrst og fremst til að standa undir byggingakostnaði við virkjunina.”