Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, fyrstu þrjá mánuði ársins 2010 var 4,2 milljarðar króna.

Hagnaður fyrir skatta nam 10,1 milljarði króna. Reiknaðir skattar eru 2,9 milljarðar og afkoma tímabilsins því 7,2 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá Orkuveitunni en hagnaður félagsins síðustu þrjá mánuði síðasta árs nam 8,8 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningunni að greiddir vextir OR á fyrsta ársfjórðungi 2010 námu 597 milljónum króna. Samsvarandi fjárhæð 2009 nam 1.805 milljónum króna. Vaxtakostnaður lækkar því á milli tímabila um meira en tvo þriðju, eða 1.208 milljónir króna. Á sögn OR er ástæðan sú að á árinu 2009 þurfti OR að leita á íslenskan lánamarkað, þar sem vextir eru meira en tífaldir meðalvextir lána OR, sem eru 0,88%.