Orkuveita Reykjavíkur (OR) keypti hluti í Hitaveitu Suðurnesja (HS) á margfalt hærra virði en þeir voru metnir í upphafi árs 2007. OR skuldbatt sig þá til að kaupa um 31 prósent í fyrirtækinu á um 13,4 milljarða króna.

Virði þess hlutar samkvæmt verðmati sem Capacent ráðgjöf vann í mars 2007, og Viðskiptablaðið hefur undir höndum, var sagt vera 6,3 milljarðar króna. OR samþykkti því að greiða rúmlega tvisvar sinnum hærri verð fyrir hlutinn en Capacent hafði verðmetið hann á.

HS var skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur, í desember 2008. OR seldi hluti sína í HS Orku síðastliðið haust til Magma Sweden, skúffufyrirtækis í eigu kanadíska fyrirtækisins Magma Energy.

Samkvæmt árshlutareikningum OR á árinu 2009 nemur tap fyrirtækisins vegna aðkomu að HS tæplega fjórum milljörðum króna. Það tap getur þó orðið minna þar sem 70 prósent af kaupum Magma var greiddur með skuldabréfi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .